Íslenski boltinn

Byrjaði snemma og ætlar að hætta snemma

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur Reynir með bikarinn á Laugardalsvelli í gær.
Guðmundur Reynir með bikarinn á Laugardalsvelli í gær. Vísir/Andri Marinó
Guðmundur Reynir Gunnarsson, nýkrýndur bikarmeistari með KR í knattspyrnu, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna í lok tímabils. Vinstri bakvörðurinn er aðeins 25 ára gamall.

„Ég byrjaði mjög snemma í þessu og ætla að hætta snemma líka,“ segir Vesturbæingurinn í svari sínu til vina og kunningja á Facebook í kvöld. Guðmundur Reynir, sem vann sinn sjötta stóra titil með KR í gær er liðið lagði Keflavík 2-1 í úrslitum Borgunarbikarsins, segir kominn tíma á eitthvað nýtt.

„Það er mikil skuldbinding sem fylgir fótboltanum og þegar hún er ekki lengur til staðar þá opnast aðrar dyr.“

Guðmudur Reynir spilaði sinn 250. leik fyrir uppeldisfélag sitt í gær og er níundi leikjahæsti KR-ingurinn frá upphafi. Hann hefur ekki aðeins vakið athygli fyrir frammistöðu sína á vellinum heldur hefur einnig fyrir yfirburða námsgetu auk þess að vera tónlistarmaður.

Hér að neðan má hlusta á lag hans „I don't know“ en Guðmundur Reynir styðst við gælunafnið sitt, Mummi, þegar kemur að tónlistinni.


Tengdar fréttir

Kristján: Kjánalegt mark undir lokin

Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var hundfúll í leikslok eftir 2-1 tap gegn KR, í úrslitaleik Borgunarbikarsins.

Rúnar: Kjartan Henry veit hvar boltinn kemur

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var kampakátur í leikslok þegar Guðjón Guðmundsson greip hann í viðtal strax eftir sigur KR á Keflavík í úrslitaleik Borgunarbikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×