Lífið

Bylgjan heldur garðpartý í Hljómskálagarðinum í kvöld

Gott partý í Hljómskálagarðinum.
Gott partý í Hljómskálagarðinum.
Útvarpsstöðin Bylgjan býður Íslendingum í veglegt garðpartí í dag í Hljómskálagarðinum en þar verður meðal annars boðið upp á rjóma íslenskrar tónlistar.

Þetta verður heljarinnar garðpartí en Bylgjutónleikar hafa verið á Ingólfstorgi undanfarin ár. „Það var jafnframt með trega og eftirvæntingu að við kvöddum Ingólfstorgið,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, dagskrárstjóri Bylgjunnar.

„En nú gátum við stækkað viðburðinn og boðið fleiri gestum.“

Nóg verður á boðstólum en í tilefni 70 ára afmælis ætlar kjötframleiðandinn Ali að bjóða upp á grillmat og Ölgerðin sér um að skaffa gos svo lengi sem birgðir endast.

Tónleikarnir sjálfir hefjast klukkan 18.00 og standa til 22.15.

„Ástæðan fyrir því að tónleikunum lýkur kortér yfir tíu er að við viljum gefa fjölskyldunum góðan tíma til þess að rölta að miðbakka eða Hörpu til að fylgjast með flugeldasýningunni.“

Kaleo stíga á svið í Hljómaskálagarðinum klukkan 20.
Kl. 18.00 Skítamórall

Kl. 18.30 Bó og Co

Kl. 19.00 Hafdís Huld

Kl. 19.30 Jón Jónsson

Kl. 20.00 Kaleo

Kl. 20.40 SSSÓL

Kl. 21.30 Hjálmar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×