Innlent

Brynhildur hættir í haust

Sveinn Arnarsson skrifar
Brynhildur hlakkar til að vera meira heima hjá sér eftir að hún hættir á þingi.
Brynhildur hlakkar til að vera meira heima hjá sér eftir að hún hættir á þingi. mynd/sigtryggur ari
Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu á næsta kjörtímabili.

„Ég mun ekki gefa kost á mér aftur og finnst þessi tími vera orðinn góður,“ segir Brynhildur sem hefur aðeins setið á þingi í þrjú ár. „Þessi tími hefur verið mjög lærdómsríkur og ég sé ekki eftir neinu á þingi. Nú hlakka ég hins vegar til að vera meira heima hjá mér og hætta að búa á tveimur stöðum og vera fjarri heimili í langan tíma í einu.“

Brynhildur var kjörin á þing í síðustu kosningum fyrir Bjarta framtíð í Norðausturkjördæmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×