Lífið

Bresk fataverslun býður Birki starf sem fyrirsæta eftir mót

Bjarki Ármannsson skrifar
Birkir fagnar marki sínu gegn Portúgölum í fyrsta leik Íslands á mótinu.
Birkir fagnar marki sínu gegn Portúgölum í fyrsta leik Íslands á mótinu. vísir/Vilhelm
EM-stemningin sem Íslendingar hafa flestir fundið fyrir undanfarna daga og vikur er í algjöru hámarki nú þegar strákarnir okkar eru við það að landa sigri á móti sjálfum Englendingunum í sextán liða úrslitunum. Hún hefur tekið á sig margar myndir en ein sú óvæntasta kom í kvöld þegar breska netverslunin ASOS blandaði sér í umræðuna um íslenska landsliðið.

ASOS henti þá í tíst með nokkrum vel völdum myndum af okkar eina sanna Birki Bjarnasyni, en forsvarsmönnum verslunarinnar þykir Birkir greinilega nógu myndarlegur til þess að sitja fyrir fyrir þeirra hönd.

„Hey, Birkir,“ skrifa þau. „Heyrðu í okkur þegar þú ert búinn á Evrópumeistaramótinu ... við höfum not fyrir þig á sýningarpallinum okkar.“

Tístið fylgir með hér að neðan og lesendur Vísis geta metið það sjálfir hvort þeim þyki Birkir eiga framtíðina fyrir sér í fyrirsætubransanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×