Lífið

Bréf sem hann skrifaði til eiginkonu sinnar fannst eftir sjötíu ár - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúlega falleg saga.
Ótrúlega falleg saga. vísir
Bill Moore var heldur betur brugðið þegar hann fékk bréf í hendurnar sem hann skrifaði fyrir sjötíu árum til eiginkonu sinnar.

Bréfið fannst snemma á árinu inni í plötuumslagi í verslun vestanhafs en Moore skrifaði það þegar hann gegndi herskyldum sínum í síðari heimsstyrjöldinni.

„Þetta kom mér eðlilega á óvart,“ segir hann í samtali við sjónvarpsstöðina ABC.

„Maður getur ekki ímyndað sér að svona bréf birtist manni svona mörgum árum síðar,“ segir Moore sem er í dag níræður.

Hafði ekki nóg pláss

„Elsku ástin mín Bernadean. Ég er búinn með plássið en ég hefði getað skrifað mörg falleg lýsingarorð í viðbót til að lýsa þér. Þú ert svo falleg að ég hugsa oft hvernig í ósköpunum þú getur verið mín,“ stendur í bréfinu.

Bréfið var skrifað árið 1945 en fannst í versluninni í Colorado.

„Ég er í raun heppnasti maður í heiminum og þú ert ástæðan fyrir því,“ segir einnig í bréfinu sem Moore las upp fyrir framan myndavélina og gat ekki annað en brostið í grát. Bernadean lést fyrir fimm árum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×