Innlent

Bræður ákærðir fyrir laus naut

Sveinn Arnarsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. vísir/stefán
Bændur í Dalvíkurbyggð hafa verið ákærðir fyrir brot á lögum um búfjárhald og vörslu búfjár. Í tvö ár héldu þeir geldneyti á jörð í eigin eigu en tryggðu hvorki öryggi þeirra né annarra.

Frá ágúst 2014 til júní í fyrra héldu bændurnir, sem eru bræður, tugum geldneyta í landi við fjölfarinn þjóðveg en girðingum var svo ábótavant að nautgripir gengu á landi nágranna og fóru einnig upp á þjóðveg „þar sem þeir ollu umferðaróhöppum og mikilli hættu fyrir umferðina um veginn“, segir í ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.

Allur búpeningur mannanna hefur verið í vörslu Matvælastofnunar frá því í lok janúar og er nú undir eftirliti bústjóra. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×