Innlent

Borgarstjóri opnaði nýja vatnsrennibraut í Árbæ

Atli Ísleifsson skrifar
Nýja brautin er endurnýjun eldri brautar og er hún byggð ofan á burðarvirkið sem fyrir var með minniháttar breytingum.
Nýja brautin er endurnýjun eldri brautar og er hún byggð ofan á burðarvirkið sem fyrir var með minniháttar breytingum. Vísir/Reykjavíkurborg
Dagur B. Eggertsson opnaði í dag nýja vatnsrennibraut í Árbæjarlaug.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að stór hópur barna hafi beðið spenntur eftir að opnað yrði. „Dagur var ekkert að tvínóna við hlutina og dreif sig í brautina við góðar undirtektir.“

Eftir ferð Dags hefur verið stöðugur straumur í nýju brautina sem fær góða einkunn hjá yngstu kynslóðinni. „„Ó mæ god,“ og „Frábært“ er meðal umsagna sem brautin fékk í dag. Guðrún Arna Gylfadóttir, forstöðumaður í  Árbæjarlaug, er einnig ánægð með að vera komin með nýja braut og segir hún að tímabært hafi verið að endurnýja. Árbæjarlaug fagnaði í fyrra tuttugu ára afmæli og fékk það ár um 250 þúsund heimsóknir.

Nýja brautin er endurnýjun eldri brautar og er hún byggð ofan á burðarvirkið sem fyrir var með minniháttar breytingum.  Yfirborð nýju brautarinnar er mun betra en eldri brautar. Hún er yfirbyggð með gagnsæju efni að hluta sem styrkir upplifun notenda af hraðanum.

Heildarkostnaður við vatnsrennibrautina eru tæpar 20 milljónir króna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×