FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 23:48

Segja bréf May fela í sér hótanir

FRÉTTIR

Bogut fótbrotnađi í fyrsta leik

 
Körfubolti
07:30 07. MARS 2017
Bogut liggur hér meiddur á vellinum í nótt. Blessađur kallinn.
Bogut liggur hér meiddur á vellinum í nótt. Blessađur kallinn. VÍSIR/GETTY

Andrew Bogut hóf feril sinn með Cleveland Cavaliers í nótt og það endaði ekki vel því hann fótbrotnaði í tapi gegn Miami.

Það sem meira er þá var Bogut ekki búinn að ná einni mínútu á gólfinu er hann brotnaði. LeBron James skoraði 30 stig fyrir Cleveland og tók 17 fráköst. Hann vissi strax hvað hafði gerst.

„Er hann lenti í árekstrinum heyrði ég fótinn brotna,“ sagði James.

Steph Curry og Klay Thompson voru óvenju rólegir í liði Golden State sem vann Atlanta í nótt.

Curry skoraði 24 stig og Thompson 13. Andre Iguodala kom af bekknum og skoraði 24 stig. Bekkur Warriors skoraði 55 stig gegn 37 hinum megin og það reið baggamuninn.

Úrslit:

Philadelphia-Milwaukee  98-112
Orlando-NY Knicks  105-113
Cleveland-Miami  98-106
Atlanta-Golden State  111-119
Detroit-Chicago  109-95
Memphis-Brooklyn  109-122
Charlotte-Indiana  100-88
San Antonio-Houston  112-110
Denver-Sacramento  108-96
Utah-New Orleans  88-83
LA Clippers-Boston  116-102

Staðan í NBA-deildinni.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Bogut fótbrotnađi í fyrsta leik
Fara efst