Lífið

Bobbi Kristina heiladauð

Bobbi Kristina Brown mun ekki verða söm aftur.
Bobbi Kristina Brown mun ekki verða söm aftur. nordicphotos/getty
Bobbi Kristina Brown fannst meðvitundarlaus í baðkari á heimili sínu þann 31. janúar síðastliðinn. Henni hefur verið haldið sofandi í öndunarvél síðan í febrúar og var mjög tvísýnt um ástand hennar á tímabili.

Nú hefur Bobbi Kristina verið tekin úr öndunarvél, en hún sýnir engin viðbrögð, ef marka má yfirlýsingu frá ömmu hennar, Cissy Houston, á mánudag. Fréttir af ástandi hennar eru þó enn umdeildar, þar sem faðir hennar, Bobby Brown, og amma hennar virðast ekki vera á sama máli.

„Við hittum læknana hennar til þess að fá útskýringu á ástandi hennar. Henni er ekki haldið sofandi lengur, en hún sýnir engin viðbrögð önnur en að anda sjálf. Það eina sem við getum gert er að biðja til guðs og vonast eftir kraftaverki,“ sagði Houston.

Lögfræðingur fjölskyldunnar tók undir þetta í yfirlýsingunni. „Læknarnir segja að hún muni lifa, en að líf hennar og lífsgæði muni aldrei verða samt aftur.“

Faðir Bobbi Kristina, Bobby Brown, tilkynnti hins vegar á tónleikum sínum á mánudag að dóttir hans væri á batavegi. „Hún er vöknuð og hún horfði á mig,“ sagði hann við fögnuð áhorfenda.

Lögreglan rannsakar málið sem sakamál. Kærasti Bobbi Kristina, Nick Gordon, var einn þeirra sem komu að henni í baðkarinu, en fjölskyldan hefur meinað honum að koma og heimsækja Bobbi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×