Íslenski boltinn

Blikastúlkur fara til Wales

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Blikar töpuðu ekki leik í Pepsi-deildinni í fyrra.
Blikar töpuðu ekki leik í Pepsi-deildinni í fyrra. vísir/jóhann k. jóhannsson
Dregið var í riðla í Meistaradeild Evrópu nú í hádeginu.

Íslandsmeistarar Breiðabliks eru í riðli 3 ásamt ZFK Spartak frá Serbíu, NSA Sofia frá Búlgaría og velska liðinu Cardiff Met.

Riðilinn verður leikinn í Wales 23.-28. ágúst. Sigurvegari hvers riðils kemst áfram í 32-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 sem Breiðablik tekur þátt í Evrópukeppni.

Þá tóku Blikar einnig þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og komust upp úr sínum riðli. Franska liðið Juvisy sló Breiðablik svo úr leik í 32-liða úrslitunum, 9-0 samanlagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×