Íslenski boltinn

Blikar skutust á toppinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fanndís Friðriksdóttir var á skotskónum í sigri Breiðabliks á Val.
Fanndís Friðriksdóttir var á skotskónum í sigri Breiðabliks á Val. vísir/ernir
Tveir leikir fóru fram í A-deild Lengjubikars kvenna í dag.

Breiðablik tyllti sér á topp riðilsins með 1-2 sigri á Val í Egilshöllinni. Blikar eru komnir með 10 stig, einu stigi meira en Valskonur.

Blikar komust yfir á 31. mínútu og Fanndís Friðiksdóttir bætti öðru marki við eftir rúman klukkutíma.

Landsliðsfyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir minnkaði muninn í 1-2 á lokamínútunni en nær komust Valskonur ekki.

Þór/KA og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, í Boganum á Akureyri.

Guðmunda Brynja Óladóttir kom Íslandsmeisturunum yfir á 10. mínútu en átta mínútum síðar jafnaði Zaneta Wyne metin.

Guðmunda Brynja var aftur á ferðinni á 51. mínútu en Rakel Sjöfn Stefánsdóttir tryggði Þór/KA stig þegar hún jafnaði metin á lokamínútunni. Lokatölur 2-2.

Stjarnan er í 4. sæti riðilsins með fimm stig, einu stigi á undan Þór/KA sem er í 5. sætinu.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×