Blikar skutust á toppinn

 
Íslenski boltinn
22:09 19. MARS 2017
Fanndís Friđriksdóttir var á skotskónum í sigri Breiđabliks á Val.
Fanndís Friđriksdóttir var á skotskónum í sigri Breiđabliks á Val. VÍSIR/ERNIR
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Tveir leikir fóru fram í A-deild Lengjubikars kvenna í dag.

Breiðablik tyllti sér á topp riðilsins með 1-2 sigri á Val í Egilshöllinni. Blikar eru komnir með 10 stig, einu stigi meira en Valskonur.

Blikar komust yfir á 31. mínútu og Fanndís Friðiksdóttir bætti öðru marki við eftir rúman klukkutíma.

Landsliðsfyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir minnkaði muninn í 1-2 á lokamínútunni en nær komust Valskonur ekki.

Þór/KA og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, í Boganum á Akureyri.

Guðmunda Brynja Óladóttir kom Íslandsmeisturunum yfir á 10. mínútu en átta mínútum síðar jafnaði Zaneta Wyne metin.

Guðmunda Brynja var aftur á ferðinni á 51. mínútu en Rakel Sjöfn Stefánsdóttir tryggði Þór/KA stig þegar hún jafnaði metin á lokamínútunni. Lokatölur 2-2.

Stjarnan er í 4. sæti riðilsins með fimm stig, einu stigi á undan Þór/KA sem er í 5. sætinu.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá úrslit.net.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Íslenski boltinn / Blikar skutust á toppinn
Fara efst