Íslenski boltinn

Blikar samþykkja tilboð Lilleström í Árna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Árni Vilhjálmsson er á leið í atvinnumennsku.
Árni Vilhjálmsson er á leið í atvinnumennsku. vísir/stefán
Árni Vilhjálmsson, framherji Breiðabliks í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, er á leið til norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá Breiðabliki að félagið hefur samþykkt kauptilboð Norðmannanna í leikmanninn. Árni var hjá á reynslu hjá Lilleström síðasta haust.

Eins og kom fram á Vísi í gær þá hafnaði Breiðablik fyrsta tilboði Lilleström, en það gerði annað tilboð sem hefur nú verið samþykkt.

Árni skoraði tíu mörk í 20 leikjum fyrir Blika á síðustu leiktíð. Hjá Lilleström mun hann spila undir stjórn Rúnars Kristinssonar, fyrrverandi þjálfara KR, og hittir fyrir fyrrverandi fyrirliða sinn hjá Blikum, Finn Orra Margeirsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×