Innlent

Björgunarsveitarmenn kallaðir út við Seyðisfjörð

Atli Ísleifsson skrifar
Tveir farþegar voru í bílnum auk bílstjóra. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Tveir farþegar voru í bílnum auk bílstjóra. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Stefán
Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði var kölluð út um hádegisbil vegna bíls sem var fastur út í miðri Austdalsá. Tveir farþegar voru í bílnum auk bílstjóra.

Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir að mikið sé í ánni og hafi sveitin því verið kölluð út á F1 sem er hæsti forgangur.

„Björgunarmenn brugðust skjótt við, fóru á staðinn, hafa náð öllum úr bílnum og eru þeir nú á leið með sjúkrabíl á sjúkrahús til skoðunar. Beðið er eftir stærri bíl til að skoða hvort hægt er að ná bílnum úr ánni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×