Lífið

Björguðu erni úr gildru og náðu einstakri selfie

Samúel Karl Ólason skrifar
Michael og Neil Fletcher með skallaerninum sem þeir björguðu.
Michael og Neil Fletcher með skallaerninum sem þeir björguðu.

Bræðurnir Michael og Neil Fletcher voru á veiðum nærri Windy vatni í Kanada á dögunum þegar þeir fundu skallaörn sem var fastur í gildru. Eftir að hafa bjargað erninum úr gildrunni tóku þeir einstaka selfie með erninum áður en hann flaug á brott.

Þeir settu peysu yfir höfuðið á erninum á meðan þeir losuðu hann úr gildrunni. Þrátt fyrir að þeir tóku peysuna af honum til að taka meðfylgjandi mynd, segja bræðurnir að örninn hafi verið furðurólegur. Örninn virðist ekki hafa særst mikið í gildrunni og flaug hann sjálfur upp í tré.

Me and Neil found this eagle in a trap

Posted by Michael Fletcher on Tuesday, November 24, 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×