Innlent

Bjarni segir Pétur hafa verið fyrirmynd

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Pétur Blöndal í góðum gír á Alþingi.
Pétur Blöndal í góðum gír á Alþingi. Vísir/Valli
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, minnist Péturs Blöndal sem mikilvægs talsmanns sjálfstæðisstefnunnar og trausts liðsmanns þingflokksins í tvo áratugi.

Bjarni minnist Pétur í pistli á Facebook líkt og fjölmargir hafa gert undanfarinn sólarhring. Pétur lést á föstudagskvöldið 71. árs að aldri. Hann hafði glímt við krabbamein um nokkuð skeið.

„Hann skapaði sér þar sérstöðu á ýmsum sviðum með sérþekkingu sinni, menntun og brennandi áhuga, til að mynda í málefnum lífeyrissjóða, öryrkja og aldraðra, þar sem hann lét sérstaklega til sín taka, auk efnahagsmála í víðu samhengi,“ segir Bjarni. Þeir sátu saman á þingi í tólf ár og segist Bjarni hafa notið samstarfsins.

„Þótt hann hafi verið kominn yfir sjötugt átti hann enn, að eigin mati, margt eftir ógert sem þingmaður. Það er mikil eftirsjá að Pétri, en hann getur verið stoltur af ævistarfi sínu og þeirri fyrirmynd sem hann var og verður með hugsjónum sínum, vinnusemi og trúfesti,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins.

Pétur Blöndal var mikilvægur talsmaður sjálfstæðisstefnunnar og traustur liðsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins í tvo...

Posted by Bjarni Benediktsson on Monday, June 29, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×