Lífið

Bjarni Ben bakaði Peppa Pig köku: „Það þarf mikinn sykur og meira af þolinmæði“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bjarni er greinilega mikill bakari.
Bjarni er greinilega mikill bakari. vísir
„Ég ákvað að reyna við Peppa Pig fyrir 4 ára afmæli Línu. Það þarf mikinn sykur og meira af þolinmæði,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í stöðufærslu á Facebook eftir að hafa bakað afmælisköku dóttur sinnar.

Bjarni þykir nokkuð liðlegur í eldhúsinu og mikill áhugamaður um bakstur. Hann var gestur hjá Loga Bergmanni Eiðssyni á Stöð 2 á föstudagskvöld og þar ræddu þeir meðal annars um baksturinn.

Bjarni sagði þá einmitt að hann hygðist baka köku um helgina fyrir dóttir sína. Fjármálaráðherra var gestur hjá Loga Bergmanni Eiðssyni á Stöð 2 á föstudagskvöldið og ræddi þar einmitt um áhugan sinn á bakstri.

Þá sagði Bjarni einnig frá sögunni þegar sérsveitin mætti heim til hans þar sem hundur fjölskyldunnar, Bó, hafði sett þjófarvarnarkerfið í gang. 

Bjarni ræðir stóra Icehot1 málið Þegar sérsveitin kom heim og náði ekki einu sinni að vekja Bó

Ég ákvað að reyna við Peppa Pig fyrir 4 ára afmæli Línu. Það þarf mikinn sykur og meira af þolinmæði.

Posted by Bjarni Benediktsson on 4. október 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×