Innlent

Bjarni Ben á CNBC: „Við viljum ekki staðna“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bjarni Benediktsson í hljóðveri CNBC.
Bjarni Benediktsson í hljóðveri CNBC. Mynd/Bjarni Ben
„Ég er ekki viss um að stöðugleikinn sem þú vísar til hjá öðrum Evrópuþjóðum sé eftirsóknarverður af okkar hálfu. Við viljum ekki staðna,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðtali á CNBC í London í morgun.

Bjarni sat fyrir svörum þar sem áherslan var á þá stóru spurningu hvort Ísland ætti að gerast aðili að Evrópusambandinu.

Bjarni benti á að Ísland nyti flestra réttinda Evrópusambandsríkja með þátttöku sinni í Evrópska efnahagssvæðinu. Þá þjónaði ekki hagsmunum Íslands að taka upp evru.

„Ég held að Ísland sé nokkuð áhugavert land frá evrópsku sjónarhorni. Í Evrópu sérðu margar þjóðir í vandræðum þrátt fyrir sameiginlegan gjaldmiðil. Okkur hefur hins vegar tekist að verja störf og vaxa á ný,“ sagði Bjarni.

Viðtalið við Bjarna má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×