Innlent

Birtir mynd af „smotterí“ breytingunum á flugvallafrumvarpi Höskuldar

Atli Ísleifsson skrifar
Talsverðar breytingar hafa virðast hafa orðið á frumvarpinu.
Talsverðar breytingar hafa virðast hafa orðið á frumvarpinu. Mynd/Twitter
Katrín Júlíusdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, birti í kvöld mynd á Twitter-síðu sinni af breytingartillögu á frumvarpi Höskuldar Þórhallssonar, þingmanns Framsóknar, um að flytja skipulagsvald á Reykjavíkurflugvelli frá Reykjavíkurborg til ríkisins.

Frumvarpið var afgreitt úr umhverfis- og skipulagsnefnd Alþingis í morgun og var mikill hiti í mönnum á Alþingi í dag.

Katrín segir í færslu sinni að tillögurnar hafi verið kynntar með þessum breytingum og tíu mínútum síðar hafi fulltrúar stjórnarflokkanna „rifið málið út úr þingnefnd“ og sagt breytingarnar „smotterí“.

Þingmennirnir Svandís Svavarsdóttir, Róbert Marshall og Katrín voru á meðal þeirra sem gagnrýndu afgreiðslu frumvarpsins úr nefnd harkalega á þingi í dag en þau segja það hafa farið gerbreytt úr nefndinni þannig að skipulagsvald yfir öllum flugvöllum sem geta sinnt millilandaflugi er tekið af sveitarfélögum, þar með talin Akureyri og Egilsstaðir.

Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis og samgöngunefndar Alþingis, segir breytingartillögu meirihluta nefndarinnar hins vegar miða að því að taka málið úr átakaferli.

Sjá má færslu Katrínar að neðan.


Tengdar fréttir

Flughlað ekki á dagskrá á kjörtímabilinu

Ekki er gert ráð fyrir nýju flughlaði á Akureyrarflugvelli í samgönguáætlun til ársins 2018 sem Ólöf Nordal, innanríkisráðherra hefur lagt fyrir þingið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×