Fótbolti

Birkir skoraði þegar Basel tryggði sér titilinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birkir hefur skorað níu deildarmörk í vetur.
Birkir hefur skorað níu deildarmörk í vetur. vísir/afp
Birkir Bjarnason var á skotskónum þegar Basel tryggði sér svissneska meistaratitilinn með 2-1 sigri á Sion á heimavelli sínum, St. Jakob-Park, í kvöld.

Þetta er sjöunda árið í röð sem Basel verður svissneskur meistari en liðið hefur mikla yfirburði heima fyrir.

Basel er með 16 stiga forskot á liðið í 2. sæti, Young Boys, þegar fimm umferðum er ólokið. Basel hefur unnið flesta leiki allra liða í deildinni (24), tapað fæstum (3), skorað flest mörk (81) og fengið á sig fæst (28).

Matías Delgado kom Basel yfir með marki af vítapunktinum á 24. mínútu og á þeirri 67. bætti Birkir öðru marki við.

Þetta var níunda deildarmark Birkis á tímabilinu en aðeins austurríski framherjinn Marc Janko hefur skorað fleiri (16).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×