Innlent

Bílstjóri dæmdur fyrir kynferðisbrot í starfi fyrir ferðaþjónustu fatlaðra

Birgir Olgeirsson skrifar
Maðurinn var dæmdur fyrir kynferðisbrot en sýknaður af ákæru um nauðgun.
Maðurinn var dæmdur fyrir kynferðisbrot en sýknaður af ákæru um nauðgun. Vísir/Valli
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt bílstjóra hjá ferðaþjónustu fyrir fatlaða fyrir kynferðisbrot gegn fatlaðri konu. Dómurinn sýknaði hins vegar manninn af ákæru um að hafa nauðgað konunni.

Konan gaf fyrst skýrslu um málið á lögreglustöð í mars árið 2013 en þar sagði hún fram manni, sem starfaði við að aka bifreið fyrir ferðaþjónunstuna, sem hefði káfað á brjóstum hennar og kynfærum innan klæða. Sagði hún manninn hafa í framhaldi af því klætt sig og hana úr fötunum, byrjað að fróa sér en jafnframt haft við hana samræði, að því er fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness.

Maðurinn neitaði sök og neitaði að hafa notað orðið gullmoli um konuna eða að hafa beðið hana um að mæta í flegnum bol. Móðir konunnar sagði manninn hafa sagði manninn hafa notað orðið gullmoli um dóttur sína og þá sögðust tvö önnur vitni hafa heyrt hann segja það. 

Konan sagði manninn hafa beðið sig um að mæta í flegnum fötum og staðfestu vitni þá frásögn konunnar. Maðurinn neitaði en gegn framburði fjölda vitna var hann ekki talinn trúverðugur.

Dómurinn taldi konuna hafa verið trúverðuga og staðfasta þegar kom að frásögn hennar um hvernig maðurinn káfaði á henni. Þá styrkti framburður vitna frásögn hennar og var maðurinn því sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn henni.

Dóminum þótti hins vegar vera uppi sá vafi í málinu að ekki sé hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafa gerst sekur að hafa nauðgað konunni. Var konan talin margsaga varðandi það atriði og taldi kvensjúkdómalæknir að ólíklegt væri að getnaðarlimur hefði verið settur í fæðingarvef konunnar.

Maðurinn var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar en fresta skal fullnustu refsingar að liðnum þremur árum haldi hann skilorði.  Var maðurinn dæmdur til að greiða konunni sex hundruð þúsund krónur í miskabætur og hluta sakarkostnaðar. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×