Innlent

Bíll við bíl vegna norðurljósanna

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Við Perluna í kvöld.
Við Perluna í kvöld. vísir/egill aðalsteinsson
Nokkur spenna ríkir vegna norðurljósasýningarinnar sem á að vera væntanleg í kvöld. Talsverður fjöldi fólks bíður þess að norðurljósin láti á sér kræla, og er umferð á höfuðborgarsvæðinu eftir því, en á helstu útsýnisstöðum er bíll við bíl að sögn viðstaddra. 

Umferð við Gróttu.vísir/stefán grétar
Fjöldinn er líklega mestur við Perluna, en þar eru í kringum eitt hundrað manns. Álíka fjöldi er við Hallgrímskirkju og Gróttu á Seltjarnarnesi og þá er jafnframt mikill fjöldi við Sæbraut í Reykjavík og á Vatnsendahæð í Kópavogi, svo fátt eitt sé nefnt, en fréttastofa hefur fengið fjölmargar ábendingar um mikla umferð í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og víðar.

Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, var staddur í Perlunni þegar fréttastofa náði af honum tali í kvöld, og sagði tímaspursmál hvenær norðurljósin láti sjá sig. Mikilvægt sé að sýna þolinmæði og biðlund.

Íbúi í Grandahverfi í Vesturbæ tók meðfylgjandi myndskeið, en líkt og sést er umferðin út á Gróttu á Seltjarnarnesi umtalsverð. Sjaldgæft er að umferðin sé svo mikil á þessum slóðum.

Götuljós verða slökkt til miðnættis í kvöld og hefur lögregla hvatt fólk til að gæta fyllstu varúðar vegna þessa.


Tengdar fréttir

Sjáðu norðurljósin í beinni

Von er á mikilli norðurljósasýningu í kvöld og ljóst að margir hafa komið sér vel fyrir til þess að berja þau augum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×