Innlent

Bilaður jarðskjálftamælir sýndi skjálfta upp á 9,4 á richter

Jarðskjálftasérfræðingar skoða jarðskjálftamæla á Veðurstofu Íslands
Jarðskjálftasérfræðingar skoða jarðskjálftamæla á Veðurstofu Íslands mynd úr safni
Jarðskjálftamælar hjá Veðurstofu Íslands sýndu kraftmikla jarðskjálfta víða um land í kvöld. Þannig var að sjá á vef þeirra að jarðskjálfti upp á 9,4 á richter hafi verið 50 kílómetra frá Blönduósi og annar skjálfti upp 6,2 suðvestur af Hólmavík.

Þegar fréttastofa hringdi í veðurstofuna í kvöld fengust þær útskýringar að einn jarðskjálftamælir á vegum veðurstofunnar er bilaður og bjó til ímyndaða skjálfta, eða hreyfingu, á öðrum mælum. Vaktmaður hjá veðurstofunni segir að þetta sé allt saman „feik" en unnið er að því að taka mælinn út og býst hann við að jarðskjálftarnir fari út af vefnum innan skamms.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×