Lífið

Biggi flugþjónn á ekkert sökótt við Krónuna

Jakob Bjarnar skrifar
Blaðamaður Vísis var ekki sá fyrsti sem spurði Bigga hvernig hefði gengið í dómsal í morgun.
Blaðamaður Vísis var ekki sá fyrsti sem spurði Bigga hvernig hefði gengið í dómsal í morgun.
„Ég á ekkert sökótt við Krónuna. Ég lofa,“ segir Birgir Örn Guðjónsson, áður betur þekktur sem Biggi lögga, nú Biggi flugþjónn eftir að hann söðlaði um, hætti sem laganna vörður og tók að fljúga um loftin fagurblá, í samtali við Vísi.

Hann segir blaðamann Vísis ekki þann fyrsta sem spyr sig út í málið sem snýst um að á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í morgun er að finna mál númer V-4/2017 þar sem sóknaraðili er Birgir Örn Guðjónsson en varnaraðilar Krónan ehf. og Sjóvá almennar tryggingar.

„Greinilega alnafni minn,“ segir Biggi um þann sem þarna er á ferð en sjálfur kannast hann ekkert við málið.

...

Uppfært 15:55

Ranghermt er að Birgir Örn hafi þegar söðlað um, þó í það styttist. Hann fer að fljúga í vor. „Ég var bara að klára öll námskeiðin um daginn. Ég stend því enn vaktina og gæti borgarans á götunni þar til ég gæti hans í háloftunum,“ segir Biggi og hlær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×