Innlent

Bíða eftir 80 þúsund manns

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Tryggvi Þór Herbertsson.
Tryggvi Þór Herbertsson. vísir/gva
Um 15.000 manns af þeim 95.000 sem gefinn hefur verið kostur á því hafa samþykkt skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. Þetta segir Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri leiðréttingarinnar.

Einhverjir einstaklingar hafa gengið frá sínum málum á þann veg að lánastofnunin taki húsnæðið og skulda þeir engin fasteignalán í dag. Í slíkum tilfellum, segir Tryggvi, fær fólk leiðréttinguna í formi aukins persónufrádráttar.

Hver og einn umsækjandi hefur þrjá mánuði til að samþykkja leiðréttinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×