Innlent

BHM hafnaði tilboði ríkisins: „Vantar ansi mikið upp á“

Birgir Olgeirsson skrifar
Páll Halldórsson.
Páll Halldórsson. fréttablaðið/stefán
„Þetta gengur ekki neitt,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, en félagið hafnaði tilboði frá samninganefnd ríkisins fyrr í dag sem hljóðaði upp á samskonar kjör og almenni vinnumarkaðurinn skrifaði upp á fyrr í dag.

Páll segir BHM hitta samninganefnd ríkisins aftur klukkan fjögur en hann segir bandalag háskólamenntaðra manna ekki geta samþykkt kjör þar sem menntun er ekki metin til launa. „Þannig að það vantar ansi mikið upp á að við séum að ná lendingu en við hittum þau aftur á eftir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×