Tónlist

Beyoncé sökuð um að stela hluta Formation

Samúel Karl Ólason skrifar
Lagið Formation var á sjöttu plötu Beyonce, Lemonade, sem kom út í fyrra.
Lagið Formation var á sjöttu plötu Beyonce, Lemonade, sem kom út í fyrra. Vísir/Getty
Beyoncé hefur verið sökuð um að stela hluta lagsins vinsæla Formation. Dánarbú manns sem var þekktur á Youtube hefur höfðað mál gegn söngkonunni fyrir að nota hluta úr myndbandi hans í byrjun lagsins. Messy Mya var myrtur árið 2010, sama ár og hann birti myndbandið.

Nánar tiltekið er um að ræða setningarnar: „What happened at the New Wil’ins?“ og „Bitch I’m back, by popular demand“.

Forsvarsmenn dánarbúsins segja Beyoncé ekki hafa beðið um leyfi fyrir notkuninni og að þeir hafi margsinnis reynt að ná sambandi við hana eða starfsmenn hennar án viðbragða. Því hafi verið ákveðið að höfða mál gegn henni.

Dánarbúið fer fram á tuttugu milljónir dala. Beyoncé hefur ekki tjáð sig um málið.

Hér að neðan má sjá Formation og umrætt myndband Messy Mya.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×