Innlent

Berjaspretta með minnsta móti í ár

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Landsmenn hafa síðustu vikur margir hverjir leitað að berjum. Berjasprettan hefur þó verið með minna móti í ár.

„Það verður að viðurkennast. Það á við um landið allt og náttúrulega sérstaklega fyrir norðan og austan. En veðrið var skárra, júní og júlí á Vesturlandi og Suðvesturlandi. Þannig að við eigum von á einhverju betra hérna og svo er eins og við séum að fá uppbót á sumarið. Því að þetta er jú víst fyrsta vikan í september og í stað þess að veður ætti að vera kólnandi kannski og boðað næturfrost þá er bara veðrið það fer hitnandi og það er spáð einum tíu, tólf stigum næstu helgi og jafnvel fimmtán fyrir norðan,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson læknir og áhugamaður um ber.

Sveinn segir að þrátt fyrir minni berjasprettu en oft áður þá sé möguleiki fyrir fólk að fara í berjamó.

„Það er svo sannarlega enn möguleiki og það er alls staðar ber í sjálfu sér. Það er bara miklu erfiðara að finna þau en oft áður og svo finnst manni nú hér í þessa fallegu landi þar sem að við höfum beitilyngið farið að blómstra verulega og aðalbláber og krækiber þá er svo gaman að vera úti í náttúrunni og það spillir náttúrulega ekki fyrir þegar veðrið er gott. En það er alltaf hægt að fara í berjamó í sjálfu sér,“ segir Sveinn Rúnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×