Fótbolti

Bein útsending og lýsing: Dregið í Meistaradeild Evrópu

Í dag verður dregið í riðla í Meistaradeild Evrópu og mun Vísir sýna beint frá athöfninni í spilaranum hér fyrir ofan.

Útsendingin hefst klukkan 16.00 en athöfnin fer fram í Mónakó. Áætlað er að hún standi yfir í um 80 mínútur.

Í athöfninni verða bestu leikmenn Evrópu einnig heiðraðir en þeir sem eru tilnefndir í karlaflokki eru Gareth Bale, Antoine Griezmann og Cristiano Ronaldo. Allir spila í Madrídarborg - Bale og Ronaldo með Real og Griezmann með Atletico.

Í kvennaflokki eru einnig þrír leikmenn tilnefndir. Hin norska Ada Hegerberg og Amandine Henry frá Frakklandi sem báðar leika með Lyon, sem og Dzsenifer Marozsan frá Þýskalandi sem spilaði með Frankfurt á síðasta tímabili en er nú komin til Lyon.

32 lið taka þátt í riðlakeppninni og verður þeim skipt í fjóra riðla. Liðunum er styrkleikaraðað í fjóra flokka en hafa skal í huga að lið frá sama landi geta ekki dregist saman í riðil.

Styrkleikaflokkarnir:

1. styrkleikaflokkur: Real Madrid, Barcelona, Leicester, Bayern München, Juventus, Benfica, PSG og CSKA Moskva.

2. styrkleikaflokkur: Atletico Madrid, Dortmund, Arsenal, Manchester City, Sevilla, Porto, Napoli, Leverkusen.

3. styrkleikaflokkur: Basel, Tottenham, Dynamo Kiev, Lyon, PSV Eindhoven, Sporting Lissabon, Club Brugge, Gladbach.

4. styrkleikaflokkur: Celtic, Monaco, Besiktas, Legia Varsjá, Dinamo Zagreb, Ludogorets Razgrad, FC Kaupmannahöfn, Rostov.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×