Lífið

Bein útsending: Hver er fyndnasti háskólaneminn?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frá fyrri keppni.
Frá fyrri keppni.
Í kvöld fer fram úrslitakvöld uppistandskeppninnar Fyndnasti Háskólaneminn í Stúdentakjallaranum þar sem útkljáð verður hvaða nemandi Háskólans er færastur í að kitla hláturtaugar samnemanda sinna. Þetta er þriðja árið í röð sem keppnin fer fram en hún er haldin af Stúdentaráði Háskóla Íslands í góðu samstarfi við Landsbankann.

Sex keppendur, sem listaðir eru hér að neðan, keppa til úrslita í kvöld en í dómnefnd verða engir aðrir en hinir sívinsælu uppistandsbræður þeir Björn Bragi, Dóri DNA, Jóhann Alfreð, Ari Eldjárn og Bergur Ebbi sem saman standa að Mið-Ísland hópnum en keppnin í ár er sérstök að því leyti að sigurvegari kvöldsins mun eiga möguleika á að troða upp með þeim á Mið-Ísland á sýningu þeirra í vor.

Hópurinn verður þar með sérstakir gestgjafar kvöldsins og mun einn úr þeirra röðum taka að sér kynnahlutverkið.

Það er til mikils að vinna en auk þess að fá möguleikann á frægð og frama í uppistandsbransanum mun sigurvegari keppninnar ganga heim með 100.000 kr í boði Landsbankans ásamt þeim heiðri að skarta titlinum Fyndnasti háskólaneminn 2017.

Keppnin hefst klukkan 20:30.

Keppendur í úrslitakeppni í þeirri röð sem þau keppa:

Árni Birgir Guðmundsson

Engilbert Aron Kristjánsson

Anna Kristín Jensdóttir 

Hrafnkell Ásgeirsson

Andrea Arnarsdóttir

Kevin Dillman






Fleiri fréttir

Sjá meira


×