Lífið

Bein útsending: Bravó tekur púlsinn á Þjóðhátíðargestum

Þessir voru í stuði á Þjóðhátíð í fyrra. Ætli þeir mæti aftur?
Þessir voru í stuði á Þjóðhátíð í fyrra. Ætli þeir mæti aftur? vísir/kolbeinn tumi
Þjóðhátíð verður sett í 141. skiptið í Herjólfsdal klukkan 14. Stríður straumur fólks er til Eyja en fullt var í allar ferðir Herjólfs úr Landeyjahöfn í gær og sömuleiðis í dag.

Stuðboltarnir á sjónvarpsstöðinni Bravó eru mættir til Heimaeyjar og ætla að taka púlsinn á hátíðargestum í beinni útsendingu á milli klukkan 12 og 16 í dag. Útsendingin verður einnig aðgengileg á Vísi í spilaranum hér fyrir ofan.

Kristín Ruth Jónsdóttir verður í farabroddi Bravóteymisins sem verður á flakki um Eyjuna þar sem reikna má með miklu stuði um helgina. 

Uppfært: Beinni útsendingu er nú lokið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×