Fótbolti

Batistuta: Maradona var ljóð, Messi er prósi

Einar Sigurvinsson skrifar
Batistuta fagnar í leik með Fiorentina.
Batistuta fagnar í leik með Fiorentina. getty
Knattspyrnugoðsögnin Gabriel Batistuta segir að Lionel Messi sé ekki í sama gæðaflokki og Diego Maradona hafi verið þegar hann var upp á sitt besta og að hann muni líklega aldrei komast í sama flokk.

Batistuta lék lengst af fyrir Fiorentina á Ítalíu og skoraði 168 mörk fyrir liðið. Hann skoraði auk þess 54 mörk fyrir Argentínska landsliðið í 77 landsleikjum.

„Það sem Messi vantar er þessi stórkostlega, nánast draumkennda vídd sem Maradona hafði. Jafnvel þó Messi æfi hverja einustu klukkustund á hverjum einasta degi getur hann ekki náð því stigi, það er eitthvað sem hann einfaldlega hefur ekki,“ segir Batistuta.

Batistuta segir þó að Lionel Messi sé ekki síðri leikmaður en Maradona hafi verið tæknilega, en það er eitthvað sem Maradona hafði sem fram yfir Messi sem erfitt er að leggja fingur á.

„Maradona var besti leikmaður heims. Messi, jafnvel þó hann sé jafn góður tæknilega eða jafnvel betri, hefur ekki sömu persónutöfra og Maradona.“

„Maradona var ljóð, Messi er prósi. Messi er með fullkomna tækni, en fyrir mér er hann enginn Maradona og hann mun sennilega aldrei ná því.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×