Lífið

Barnastjarna tók eigið líf

Samúel Karl Ólason skrifar
Sawyer er hér til vinstri ásamt systur sinni Madylin og tvíburabróður sem heitir Sullivan.
Sawyer er hér til vinstri ásamt systur sinni Madylin og tvíburabróður sem heitir Sullivan. Vísir/Getty
Bandaríska barnastjarnan Sawyer Sweeten tók eigið líf í gærmorgun. Hann var þekktastur fyrir leik sinn í gamanþáttunum Everybody loves Raymond. Hann byrjaði að leika í þáttunum árið 1996, þá einungis 16 mánaða gamall.

Fjölskylda Sawyer staðfesti þetta við erlenda miðla en talið er að hann hafi skotið sig fyrir utan heimili fjölskyldu sinnar í gærmorgun.

Sawyer lék í þáttunum með tvíburabróður sínum og systur allt til ársins 2005, en þá var hann tíu ára gamall. Hann varði nær öllum sínum tíma við upptökur og ólst í raun upp fyrir augum bandarísku þjóðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×