Lífið

Barnakryddið hrekkti farþega í falinni myndavél

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nokkuð vel gert hjá Emmu.
Nokkuð vel gert hjá Emmu.
Dagur rauða nefsins hefur verið haldin í gegnum árin um allan heim en hann á að varpa ljósi á það frábæra starf sem UNICEF stendur fyrir.

Í Bretlandi verður haldið upp á daginn 24. mars næstkomandi en í tilefni þess fékk UNICEF, í samstarfi við British Airways, Emmu Bunton, söngkonu í Spice Girls, til að bregða sér í hlutverk flugvallarstarfsmanns og koma viðskiptavinunum á óvart.

Bunton talaði meðal annars í textabrotum úr vinsælum Spice Girls lögum og var útkoman vægast sagt fyndin. Emma var alltaf köllum Barnakryddið [Baby-Spice] á sínum tíma. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×