Innlent

Barnabætur verða greiddar: Ríkið fékk undanþágu frá BHM

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ráðuneytið byggði undanþágubeiðni sína á því að tafir á greiðslum barnabóta myndi skapa neyð hjá heimilum landsins.
Ráðuneytið byggði undanþágubeiðni sína á því að tafir á greiðslum barnabóta myndi skapa neyð hjá heimilum landsins. Vísir/Vilhelm
Barnabætur verða greiddar um mánaðarmótin eftir að BHM veitti fjármála- og efnahagsráðuneytinu undanþágu til útborgunar á barna- og vaxtabótum. RÚV greinir frá þessu.

Greiðsla bótanna var í hættu vegna verkfalls starfsmanna hjá fjársýslunni sem stendur til 8. maí.

Ráðuneytið byggði beiðni sína um undanþágu á því að fyrirsjáanlegt væri að almenn neyð myndi skapast hjá heimilum í landinu ef útborgun barna- og vaxtabóta yrði seinkað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×