ŢRIĐJUDAGUR 26. JÚLÍ NÝJAST 08:00

Tevez vill ekki fara til Chelsea

SPORT

Barcelona vann í Bilbao án Messi og Suárez

 
Fótbolti
22:13 20. JANÚAR 2016
Neymar eru búinn ađ rađa inn mörkum á tímabilinu.
Neymar eru búinn ađ rađa inn mörkum á tímabilinu. VÍSIR/GETTY

Barcelona vann Athletic Bilbao, 2-1, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum spænska Konungsbikarsins í kvöld.

Luis Enrique, þjálfari Barcelona, hvíldi Messi og Suárez en hafði Neymar í liðinu og auðvitað skoraði Brassinn. Messi og Suárez voru tæpir fyrir leikinn vegna meiðsla.

Ungstirnið Munir El Haddadi kom Barcelona yfir á 18. mínútu og sjö mínútum síðar skoraði Neymar, 2-0.

Aritz Aduriz minnkaði muninn, 2-1, fyrir baskana einni mínútu fyrir leikslok, en liðin mætast aftur á Nývangi eftir viku.

Atlético Madrid, toppliðið í spænsku 1. deildinni, gerði markalaust jafntefli á útivelli gegn Celta Vigo en þau mætast aftur í höfuðborginni eftir viku.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Barcelona vann í Bilbao án Messi og Suárez
Fara efst