SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR NÝJAST 17:00

Vardy segist ekki hafa kallađ eftir brottrekstri Ranieri

SPORT

Barcelona vann í Bilbao án Messi og Suárez

 
Fótbolti
22:13 20. JANÚAR 2016
Neymar eru búinn ađ rađa inn mörkum á tímabilinu.
Neymar eru búinn ađ rađa inn mörkum á tímabilinu. VÍSIR/GETTY

Barcelona vann Athletic Bilbao, 2-1, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum spænska Konungsbikarsins í kvöld.

Luis Enrique, þjálfari Barcelona, hvíldi Messi og Suárez en hafði Neymar í liðinu og auðvitað skoraði Brassinn. Messi og Suárez voru tæpir fyrir leikinn vegna meiðsla.

Ungstirnið Munir El Haddadi kom Barcelona yfir á 18. mínútu og sjö mínútum síðar skoraði Neymar, 2-0.

Aritz Aduriz minnkaði muninn, 2-1, fyrir baskana einni mínútu fyrir leikslok, en liðin mætast aftur á Nývangi eftir viku.

Atlético Madrid, toppliðið í spænsku 1. deildinni, gerði markalaust jafntefli á útivelli gegn Celta Vigo en þau mætast aftur í höfuðborginni eftir viku.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Barcelona vann í Bilbao án Messi og Suárez
Fara efst