Fótbolti

Barcelona með æfingabúðir á Íslandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lionel Messi kemur úr knattspyrnuskóla Barcelona.
Lionel Messi kemur úr knattspyrnuskóla Barcelona. vísir/getty
Spænska fótboltastórveldið Barcelona býður upp á æfingabúðir á Íslandi sem eingöngu eru ætlaðar stúlkum í júlí, en Börsungar koma hingað til lands í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands.

Karlalið Barcelona er eitt það frægasta í heimi og varð á dögunum Spánarmeistari í 24. sinn. Það vann tvennuna annað tímabilið í röð á síðustu leiktíð og þrennuna á undan því.

Kvennalið Barcelona varð að atvinnuliði í fyrra og ætla Börsungar nú að leggja mikla áherslu á kvennafótboltann innan félagsins, að því fram kemur í fréttatilkynningu frá Knattspyrnuakademíunni.

„Það er sannarlega heiður að Barca, eitt öflugasta íþróttafélag heims, skuli velja Ísland til að bjóða eingöngustúlkum, í fyrsta sinn, upp á æfingabúðir þar sem reyndir þjá lfarar félagsins þjálfa þátttakendur eftiræfingakerfi þeirra og miðla um leið þekkingu sinni til íslenskra þjálfara,“ segir í tilkynningunni.

Barcelona hefur í áratugi rekið eina flottustu og virtustu knattspyrnuakademíu heims, La Masia, þar sem ólust upp leikmenn á borð við Lionel Messi, Xavi, Andrés Iniesta og Gerard Pique, en nú horfir Katalóníustórveldið til Íslands vegna gæða kvennaboltans hér á landi.

Æfingabúðirnar verða á Valsvellinum 8.-13. júlí en þeim lýkur með hófi þar sem varaforseti Barcelona mætir ásamt fleirum. Stefnt er svo að því að kvennalið Barcelona komi hingað til lands og spili vináttuleik við lið úr Pepsi-deildinni.

Æfingabúðirnar eru ætlaðar stúlkum á aldrinum 10-16 ára en skráning fer fram á vefsíðu Knattspyrnuakademíu Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×