Innlent

Bara konur í læsisteymi

Sveinn Arnarsson skrifar
Arnór Guðmundsson
Arnór Guðmundsson
Menntamálastofnun hefur ráðið átta starfsmenn sem læsisráðgjafa sem vinna munu að innleiðingu aðgerða til eflingar læsi. Átta konur voru ráðnar í læsisteymið en enginn karl. „Birtingarmynd þess samfélags sem við höfum skapað,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, jafnréttisstýra.

Arnór Guðmundsson, forstjóri Námsgagnastofnunar, segist gjarnan hafa viljað ráða karlmenn í teymið. Hins vegar hafi hann ráðið hæfasta fólkið. „Konur voru í yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem sóttu um. 25 einstaklingar voru teknir í viðtal og þar af var einn karlmaður. Skýr efnisskilyrði voru sett um kennslureynslu og menntun. Við fengum sterkustu umsóknirnar frá konum og þar við sat,“ segir Arnór.

kristín ástgeirsdóttir
Kristín segir þetta ekki góða þróun. Meira en átta af hverjum tíu grunnskólakennurum landsins eru konur. „Þetta endurspeglar hversu mikið konur eru búnar að mennta sig á þessu sviði en ekki karlar. Það þarf að beina alvarlega sjónum að því hvað hægt er að gera. Við vitum að meirihluti þeirra sem eiga í lestrarerfiðleikum eru drengir. Þeir eru ekki að lesa og við þurfum að vekja áhuga þeirra á lestri. Vitaskuld geta konur auðvitað gert það en það er betra ef jafnara kynjahlutfall væri í kennarastétt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×