Innlent

Banna myndatökur neðanvatns í Öxará

Atli Ísleifsson skrifar
Á hverju hausti er urriðinn við hrygningu í Öxará.
Á hverju hausti er urriðinn við hrygningu í Öxará. Mynd/Þjóðgarðurinn á Þingvöllum
Þingvallanefnd og þjóðgarðsvörður hafa ákveðið að ekki sé heimilt að taka myndir neðanvatns af Þingvallaurriðanum í Öxará þegar hann er við hrygningu.

Þetta var ákveðið í fyrra vegna ítrekaðra tilrauna til að taka myndir af honum þar sem ferðamenn setja myndavélar í vatnið en af því leiðir ónæði og truflun fyrir fiskinn. Á vef þjóðgarðsins segir að vilji sé til að takmarka slíkt algerlega, en á hverju hausti er urriðinn við hrygningu í Öxará.

Þjóðgarðurinn vill einnig takmarka gönguferðir með árbökkunum þar sem sést fljótlega á viðkvæmum gróðrinum. „Það er von þjóðgarðsins að gestir virði þessi tilmæli og þetta bann til að urriðinn njóti vafans en nægt pláss er fyrir gesti og gangandi á gönguleiðum og göngubrúm við Öxará til að fylgjast með atferli hans.  Skilti um slíkt verða sett upp á næstu dögum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×