Innlent

Bætur kostuðu 600 milljónir

Sveinn Arnarsson skrifar
Nýlokið verkfall sjómanna kostaði atvinnuleysistryggingasjóð á bilinu 550 til 600 milljónir króna. Hráefnisskortur í fiskvinnslu meðan á verkfallinu stóð er meginskýring þessarar upphæðar.

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir greiðslur úr atvinnuleysistryggingasjóði vera ákvarðaðar í fjárlögum hvers árs þó sjóðurinn standi ágætlega.

„Við erum að taka saman kostnaðinn. Vonandi rúmast þessi fjárútlát innan fjárhagsramma ársins en við gerum okkur vonir um að þurfa ekki á aukafjárveitingu að halda vegna verkfalls sjómanna. Það ræðst hins vegar af því hvort atvinnuleysi haldist enn lágt,“ segir Gissur.

Samkvæmt Hagstofunni var atvinnuleysi í janúar 4,1 prósent af vinnuafli og jókst um 1.400 manns frá áætluðum fjölda atvinnulausra í desember. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×