Lífið

Bækur Jóns gefnar út í Þýskalandi

Jón Gnarr.
Jón Gnarr.
Jón Gnarr sagði frá því á Facebook-síðu sinni um helgina að bækur hans, Indjáninn og Sjóræninginn, verði gefnar út í Þýskalandi í vor.

Það er þýska forlagið Klett-Cotta Verlag sem ætlar að gefa bækurnar saman út í einni bók. „Upplestrarferð í júní, Þýskaland, Austurríki og hugsanlega Sviss. Fer soldið eftir viðbrögðum og áhuga.

Hlakka mikið til að ræða bækurnar við þýska lesendur,“ skrifaði Jón á síðuna sína og tilkynnti um leið að þriðja bókin kæmi út á næsta ári og bæri nafnið Útlaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×