Innlent

Bæjarstjóralaunin 1.266 þúsund auk hlunninda

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Haraldur Sverrisson fær bíl og ferðakostnað.
Haraldur Sverrisson fær bíl og ferðakostnað.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, fær um 1.266 þúsund krónur í mánaðarlaun auk hlunninda.

Haraldur fær til einkaafnota bíl sem bærinn annast kostnað við, greiðslur og dagpeninga vegna „náms- og kynnisferða“ og síma og nettengingu.

Þá verða Haraldi greidd laun í sex mánuði eftir að hann lætur af starfi. Ef hann segir sjálfur upp áður en kjörtímabilið er á enda fær hann þriggja mánaða biðlaun.


Tengdar fréttir

Gunnar fær hálfri milljón meira en borgarstjóri

Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar eru launahæsti bæjarstjóri landsins með 1,8 milljón króna í mánaðarlaun. Hann er hálfri milljón króna launahærri á mánuði en borgarstjóri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×