Fótbolti

Badstuber sneri aftur í bikarleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Badstuber hefur verið lengi frá vegna erfiðra meiðsla.
Badstuber hefur verið lengi frá vegna erfiðra meiðsla. Vísir/Getty
Holger Badstuber lék sinn fyrsta keppnisleik í rúma 20 mánuði þegar Bayern München vann öruggan sigur á 3. deildarliði Preussen Münster í þýsku bikarkeppninni í gær.

Mario Götze, Thomas Müller, David Alaba og Claudio Pizarro skoruðu mörk þýsku meistaranna í 4-1 sigri, en Badstuber lék fyrstu 79 mínútur leiksins.

Badstuber, sem er 25 ára, sleit krossbönd í hné í leik gegn Borussia Dortmund 1. desember 2012 og svo aftur í maí 2013. Af þeim sökum missti hann af öllu tímabilinu 2013-2014.

Badstuber braut sér leið inn í aðallið Bayern tímabilið 2009-10, en alls hefur hann leikið 150 leiki fyrir félagið. Þá hefur varnarmaðurinn leikið 30 landsleiki fyrir Þýskaland, en hann lék bæði á HM 2010 og EM 2012.

Bayern München tekur á móti Wolfsburg á föstudaginn í sínum fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×