Innlent

Aukið eftirlit vegna Aldrei fór ég suður

Bjarki Ármannsson skrifar
Tónleikar á Aldrei fór ég suður árið 2007.
Tónleikar á Aldrei fór ég suður árið 2007. Mynd/Halldór Sveinbjörnsson
Tónlistarhátíðin sívinsæla Aldrei fór ég suður hefst á morgun. Að sögn lögreglu á Ísafirði hefur utanbæjarfólk þegar tekið að streyma inn í bæinn.

„Það er einhver fjölgun,“ segir Þorkell Þorkelsson, varðstjóri Lögreglunnar á Ísafirði. „Það verður samt aðallega í dag. Við reiknum með að fólk hafi svona verið að klára vinnuna í gær og fari svo vestur í dag.“

Að sögn Þorkels á lögreglan ekki von á miklum vandræðum frá tónleikagestum.

„Nei, þetta hefur allt farið vel fram,“ segir Þorkell. „Svo náttúrulega eftir að hátíðinni er lokið fer fólk út að skemmta sér. Það sem fólk svo gerir eftir það kemur hátíðinni ekki beint við.“

Hann segir að þó verði aukinn viðbúnaður hjá lögreglunni yfir páskana.

„Við erum með aukið eftirlit, aðallega umferðareftirlit,“ segir Þorkell og bætir við að lögreglu berist liðsstyrkur yfir helgina. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×