Innlent

Áskrifandi hreppti 45 milljónir úr lottópotti kvöldsins

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það má gera margt fyrir 45 milljónir. Eins og að kaupa sér nammi í dag fyrir 90 milljónir.
Það má gera margt fyrir 45 milljónir. Eins og að kaupa sér nammi í dag fyrir 90 milljónir. VÍSIR/VILHELM
Einn heppinn áskrifandi hlaut fyrsta vinninginn í Lottópotti kvöldsins. Sá hinn sami er nú 45.265.730 milljónum krónum ríkari.

Að sögn Guðbjargar Hólm hjá Íslenskri Getspá er ekki búið að hafa samband við hinn lukkulega áskrifanda ennþá – einfaldlega vegna þess að á þessari stundu er ekki vitað hver hann er.

„Þetta getur í rauninni verið hver sem er,“ segir Guðbjörg í samtali við Vísi.

Hún var á ferðinni þegar Vísir náði tali af henni og sagði hún að það væri ekki búið að fara yfir gögnin um útdrátt kvöldsins. Því liggur enn á huldu hver hreppti fimmfalda vinning kvöldsins og úr því verður líklega ekki skorið fyrr en eftir helgi.

Þrír hlutu annan vinning í kvöld sem hljóðaði upp á 196.250 krónur.  Einn miðinn var keypt­ur í Sam­kaup Strax á Laug­ar­vatni, einn í Happa­hús­inu í Kringl­unni og sá þriðji á lotto.is.

Þá voru 2 með 4 réttar tölur í Jókernum og fá 100 þúsund krónur í sinn hlut. Ann­ar miðinn var keypt­ur í Happa­hús­inu í Kringl­unni en hinn í Hag­kaup við Litla­tún í Garðabæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×