Lífið

AsíAfríkA - Réttu græjurnar

Frosti Logason skrifar
Jæja, nú er komið að því. Við Diddi fljúgum til Indlands á morgun með stuttu stoppi í Köben og Katar.

Stemmningin í Katar er talsvert öðruvísi en við eigum að venjast en þar má til dæmis enginn drekka neitt sterkara en malt samkvæmt lögum landsins. Nema auðvitað að hann sé vel tengdur inn í einhverja vellauðuga fursta-fjölskyldu, því þeir mega allt að sjálfsögðu.

En við munum einungis fljúga þarna í gegn þannig að við kynnumst því ekki neitt í þessari ferð.

Það síðasta sem maður gerir áður en farið er í svona reisu er auðvitað að pakka einhverjum fatalörfum í töskur. Á því flakki sem við eigum eftir að vera er mikilvægt að sú taska sé í topp standi og rúmi allt sem við þurfum að taka með okkur.

Við Diddi töldum því mikilvægt að við myndum kaupa okkur nýjar töskur sem væru sérsniðnar að þessu tiltekna ferðalagi.

Einhver hafði bent okkur á að strákarnir í GG-Sport í Kópavogi væru réttu mennirnir til að ráðfæra sig við varðandi þetta þannig að við kíktum á þá í gær.

Þetta reyndust vera þvílíkir fagmenn sem vissu allt um svona ævintýraferðir og þeir áttu auðvitað hárréttu græjurnar fyrir okkur í þetta verkefni.

Nú erum við því klárir í hvað sem er og þá er bara að bruna út á Leifstöð. Endilega haldið áfram að fylgjast með.

Kveðja,

Frosti 



Vinirnir Frosti Logason og Sigurður Þorsteinsson fara í haust í sex vikna ferðalag um Asíu og Afríku. Þeir ætla að leyfa lesendum Vísis að fylgjast með ferðalaginu í máli, myndum og myndböndum. Félagarnir fara meðal annars í safarí í Suður-Afríku, fara á brimbrettanámskeið á Balí og læra að kafa í Taílandi. Verkefnið gengur undir heitinu AsíAfríka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×