Tónlist

Ásgeir Trausti, GusGus og Sólstafir í Eurovision

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Forsvarsmenn áströlsku Eurovision-síðunnar ESC Daily eru byrjaðir að velta því fyrir sér hvaða tónlistarmenn taka þátt í undankeppnum fyrir keppnina í hverju landi fyrir sig.

Heil frétt er skrifuð um Ísland og tekið fram að ekkert hafi heyrst um hvaða tónlistarmenn hafi sent lög í undankeppnina í ár. Segja forsvarsmenn síðunnar samt sem áður að nokkur nöfn hafi komið uppá yfirborðið sem líklegir fulltrúar Íslands í Eurovision á næsta ári, svo sem GusGus, Sólstafir og Ásgeir Trausti.

Keppnin verður haldin í Vín á næsta ári þökk sé sigurvegara síðasta árs, hinni austurrísku Conchitu Wurst.

Forsvarsmenn ESC Daily rifja upp að Ísland hafi komist í úrslit Eurovision á hverju ári síðan 2007 en hafi yfirleitt endað í neðstu sætunum, ef árið 2009 og annað sætið sem Jóhanna Guðrún náði með Is It True?, er ekki tekið með. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×