Sport

Tate nýr meistari eftir sigur á Holly Holm

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Holly Holm náði ekki að verja UFC-titil sinn í nótt, aðeins fjórum mánuðum eftir magnaðan sigur hennar á Rondu Rousey.

Holm tapaði í nótt fyrir Miesha Tate á hengingu [e. rear naked choke] í fimmtu og síðustu lotu bardagans.

Líklegt er að Holm hafi verið yfir á stigum þegar Tate stökk á bak hennar í fimmtu lotu. Holm náði að standa þar til að Tate náði hálstaki og bardaginn hélt áfram í gólfinu.

Vísir/Getty
Holm neitaði að gefast upp og missti meðvitund. Bardaginn var því stöðvaður og Tate, sem íhugaði að hætta í fyrra, fagnaði sigri.

Eftir bardagann sagði Dana White, forseti UFC, í viðtali við ESPN að fyrsta titilvörn Tate yrði gegn Rondu Rousey.

„Það var það sem ég sagði fyrir þennan bardaga. Hver sem myndi vinna þennan bardaga myndi berjast við Rondu um titilinn.“

MMA

Tengdar fréttir

Holly finnur til með Rondu

Ronda Rousey viðurkenndi að hafa íhugað sjálfsmorð eftir tapið gegn Holly Holm. Holm finnur til með Rondu en dettur ekki í hug að biðja hana afsökunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×