Fótbolti

Ödegaard: Heiður að spila fyrir Real Madrid

Ödegaard ásamt Emilio Butragueno.
Ödegaard ásamt Emilio Butragueno. vísir/afp
Hinn 16 ára gamli Norðmaður, Martin Ödegaard, skrifaði í dag undir samning við Real Madrid.

Norska undrabarnið mun æfa með aðal- og B-liði félagsins en spila með B-liðinu til að byrja með. Þar verður hann undir handleiðslu Zinedine Zidane.

Spænskir fjölmiðlar segja að hann hafi kostað hátt í hálfan milljarð króna. Hann er sagður fá 16 milljónir króna í vikulaun.

„Þetta er besti staðurinn fyrir mig til þess að þróa hæfileika mína. Real Madrid býður upp á ótrúlega æfingaaðstöðu," sagði Ödegaard en hann var líka undir smásjá Barcelona meðal annars.

„Það er ekkert að segja um það. Mér leið best er ég kom til Real. Það er draumur að rætast hjá mér og þetta er ótrúlegt. Ég er klár í að spila fyrir stærsta félag heims og það er heiður.

„Ég hitti Ancelotti þjálfara og Ronaldo. Þetta er góðir menn, jafnvel ótrúlegir en ég ræði ekki hvað fór okkur á milli."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×