Innlent

Ekki hægt að auka fjárframlög til þróunarsamvinnu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Framlögin eru ekki í samræmi við áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu sem samþykkt var í mars 2013.
Framlögin eru ekki í samræmi við áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu sem samþykkt var í mars 2013. Vísir/Gunnar Salvarsson
Framlög Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu standa í stað á milli ára samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Gert er ráð fyrir að hlutfall af vergri landsframleiðslu verði áfram 0,22%. Það er mun minna en gert er ráð fyrir í þingsályktun um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu og samþykkt var á Alþingi í tíð síðustu ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt henni ættu framlög til þróunarmála árið 2015 að nema 0,35% af vergri landsframleiðslu.

Fram kemur í athugasemdum með fjárlagafrumvarpinu að ekki sé unnt að hækka framlögin vegna erfiðrar stöðu ríkissjóðs og aðhalds í ríkisfjármálum.

 

Samkvæmt skýrslu sem Þórir Guðmundsson vann fyrir utanríkisráðuneytið um þróunarsamvinnu og gefin var út í júlí sl. stendur Ísland langt að baki Norðurlöndunum þegar kemur að framlögum til þróunarmála. Í skýrslunni eru teknar saman tölur frá árinu 2013 og kemur fram að Norðurlöndin verja á milli 0,55% til 1,07% af vergri landsframleiðslu til þróunarmála.


Tengdar fréttir

2,2 milljarðar manna lifa undir fátæktarmörkum

Rúmir tveir milljarðar manna lifa undir eða nálægt fátækarmörkum samkvæmt Þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Lífskjör hafa þó farið batnandi nær allstaðar í heiminum undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×