Lífið

Latibær flytur í Reykjanesbæ

Tinni Sveinsson skrifar
Baldur bæjarstjóri í Latabæ mætti á svæðið þegar Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Latabæjar, og Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, gengu frá samningnum.
Baldur bæjarstjóri í Latabæ mætti á svæðið þegar Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Latabæjar, og Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, gengu frá samningnum.
Draumur margra krakka rætist eflaust í nýjum leikjagarði sem ákveðið hefur verið að setja upp í Reykjanesbæ.

Á föstudaginn undirrituðu Latibær og Reykjanesbær samstarfssamning þar sem kemur fram að leikmunir og sviðsmyndir Latabæjar verða varðveittar í 1200 fermetra húsnæði á Fitjum. Ákveðið var einnig að opna safnageymsluna fyrir almenningi og skapa þannig tækifæri fyrir börn og fjölskyldur til afþreyingar.

Einnig var gengið frá samkomulagi um að settur verði upp leikjagarður í Rammanum, nýrri safnamiðstöð Reykjanesbæjar. Þar eiga sviðsmyndirnar að skipa stórt hlutverk og gestirnir geta sett sig í spor Sollu stirðu, Íþróttaálfsins og annarra þekktra persóna úr Latabæ. Vonir standa til að garðurinn verði kláraður fyrir næstu Ljósanótt í Reykjanesbæ í byrjun september.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×